Ferill 274. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.



1991–92. – 1061 ár frá stofnun Alþingis.
115. löggjafarþing. – 274 . mál.


456. Frumvarp til laga



um veitingu ríkisborgararéttar.

(Lagt fyrir Alþingi á 115. löggjafarþingi 1991–92.)



1. gr.


    Ríkisborgararétt skulu öðlast:
    Calderon, Emie Soon, húsmóðir, f. 17. júní 1969 á Filippseyjum.
    Cartwright, Lorna, verslunarmaður, f. 4. ágúst 1971 í Englandi.
    Cartwright, Raymond, kjötiðnaðarmaður, f. 28. desember 1947 í Englandi.
    Darna, I. Nengah, verkamaður, f. 2. febrúar 1954 í Indónesíu.
    Dobreva, Veska Ivanova, húsmóðir, f. 14. júlí 1961 í Búlgaríu.
    Dyer, Sigurjón Pálmi, filmuklippari, f. 28. febrúar 1959 í Bandaríkjum Norður-Ameríku.
    Joensen, Niels Alvinus, sjómaður, f. 1. júlí 1944 í Færeyjum.
    Hammer, Súsanna, húsmóðir, f. 8. október 1965 á Akureyri.
    Poulsen Park, Elín, verslunarmaður, f. 1. apríl 1952 í Færeyjum.
    Wilson, Susan Anna, nemi, f. 16. júlí 1972 í Reykjavík.
    Zalewski, Annel Jón, nemi, f. 9. júlí 1976 í Reykjavík.
    Zalewski, Jenný Heiða, nemi, f. 7. janúar 1978 í Reykjavík.

2. gr.


    Þeir sem heita nöfnum sem ekki fullnægja reglum laga um mannanöfn, nr. 37 27. mars 1991, skulu ekki öðlast íslenskt ríkisfang samkvæmt lögum þessum fyrr en fullnægt er ákvæðum 15. gr. laga um mannanöfn. Sama gildir um börn þeirra.

3. gr.


    Lög þessi öðlast þegar gildi.

Athugasemdir við lagafrumvarp þetta.


    Umsækjendur þeir, sem teknir hafa verið á lagafrumvarp þetta, fullnægja skilyrðum sem sett hafa verið af allsherjarnefnd Alþingis.
     Frumvarp þetta er annað frumvarp til laga um veitingu ríkisborgararéttar sem borið er fram á yfirstandandi 115. löggjafarþingi. Hið fyrra var borið fram á haustþingi og var samþykkt í desember.